Færsluflokkur: Dægurmál
Algjör stefnubreyting, nú á að nota peningana !
29.10.2009 | 08:39
Það hefur verið málflutningur ríkisstjórnarinnar fram að þessu að lánið frá AGS, sé í raun bara til að hafa inni á banka,, til að eiga þessa peninga til að auka tiltrúnna á íslensku peningakerfi. Það átti alls ekki að eyða þessum peningum og þar af leiðandi, myndi það kosta okkur lítið að fá þetta lán,, þ.e. bara vextina. Höfuðstóllinn átti alltaf að sitja inni á banka og safna innlánsvöxtum.
Búmmm,, lánið komið í hús og fyrsta setningin út úr fjármálaráðherranum er á þessa leið. "lánið verður notað til að borga afborganir".
En það eru svo sem ekki ný vísindi , að þessir menn segji ekki allan sannleikann.
Kannski ætla þeir að beita útrásartaktíkinni á þetta,, taka lánið,, eyða því, borga það ekki til baka og fá það að lokum niðurfellt,,,
Nota forðann í afborganir lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ráðist á lögregluna
28.10.2009 | 14:49
Mikið er nú gott að sjá að það er loks farið að dæma menn fyrir þessi brot. Ég man eftir því, þessi 4 ár sem ég var í lögreglunni, að við lentum ítrekað í því að á okkur var ráðist. Mér er sérstaklega minnistætt eitt atvik, þar sem við þurftum að stöðva áflog sem voru í gangi í miðbæ Reykjavíkur. Ég tók þar einn mann taki og lá á honum á jörðinni, meðan það var verið að koma honum í járn. Á meðan á þessu stóð,, kom kærasta hans að og sparkaði af öllu afli ítrekað í höfuðið á mér. Sem betur fer hafði hún greinilega ekki æft knattspyrnu og fékk ég því litla áverka af þessu.
Þetta var árið 1999 að mig minnir. Þá var ekkert gert í þessum málum.
Þetta er sigur fyrir lögregluna og vonandi verða fleiri dómar sem falla í viðlíka málum og þessu.
Í fangelsi fyrir árás á lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Rafmagnslaust í Reykjavík
27.10.2009 | 12:40
Þegar maður les svona frétt, þá koma upp minningar úr æskunni. Setið heima um vetur , öll fjölskyldan í sama herbergi, verið að hlusta á útvarpið og lesa. Rafmagnlaust, kertaljós, heitt kakó og verið að bíða eftir að veðrinu sloti. Í minningunni gerðist þetta hvað eftir annað, en það getur nú verið að það sé mað það eins og annað úr barnæskunni að þetta hafi nú ekki verið svo oft. En svona var þetta stundum á Seltjarnarnesinu.
Hluti miðborgar rafmagnslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Póstkort
27.10.2009 | 12:35
Hérna má sjá póstkortið sem ég útbjó, en ætla að öllum líkindum ekki að prenta. Hugsa að ég sendi þetta í rafræna dreyfingu.
Endilega smellið á myndirnar og skoðið þetta. Öll komment vel þegin.
Bakhliðin er svo hérna
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mesta hetja Frakka fimmtug
27.10.2009 | 09:03
Mesta stríðshetja Frakka fimmtug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ísland á dagskrá AGS
26.10.2009 | 13:51
Loksins loksins,, Ísland á dagskrá AGS. Það verður einkar áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessu og ekki síður hver áhrifin verða hérna heima fyrir. Við skulum vona að þetta verðu allt í jákvæða átt og að áhrifa fari að gæta strax hérna heima.
Ísland á dagskrá AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
McDonalds hættir rekstri !!
26.10.2009 | 09:39
Þá er það officialt, það sem búið er að vera að hvísla um síðustu daga. McDonalds hættir. Ég kem nú ekki til með að sakna þeirra sjálfur, enda fer ég nú ekki þarna nema tilneyddur þegar börnin draga mig þarna inn. Þau munu sjálfsagt sakna McDonalds.
Það er samt ljóst að efnahagsástandið er í sífellu að fella fleiri og fleiri fyrirtæki.
McDonald's hættir - Metro tekur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um hvað snýst prófkjörið ?
23.10.2009 | 10:13
Um hvað kemur prófkjörið til með að snúast á Nesinu. Ég tel að það sé alveg ljóst að stærsta málið á næsta kjörtímabili, verði það hvernig staðið verði að rekstri bæjarins.
Eitt af mínum helstu baráttumálum verður eftirfarandi :
Lægstu mögulegu álögur á íbúa Seltjarnarness hverju sinni.
Frestun á framkvæmdum framar skattahækkunum. Ég tel að við þurfum að gæta aðhalds í rekstri bæjarins og velja vel þær framkvæmdir sem þarf að fara í á næstu árum. Það gæti jafnvel verið skynsamlegra að einblína frekar á viðhaldsframkvæmdir frekar en nýframkvæmdir á meðan að ástandið er eins og það er.
Ég ætla á næstu dögum að stikla á stóru yfir þau málefni sem ég kem til með að hafa í öndvegi í komandi kosningarbaráttu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prófkjörið á Seltjarnarnesi
21.10.2009 | 19:56
15 í prófkjöri á Seltjarnarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ennþá sumar á Nesinu
21.10.2009 | 14:35
Það er varla að sjá, þegar ég lít út um gluggann í stofunni, að það sé að koma nóvember. Hengibjörkin í garðinum, skartar enn grænum blöðum og grasið er eins og um miðjan júní. Ég sem var að vona að það myndi nú snjóa duglega núna, svo hægt væri að fara að komast á skíði í byrjun desember.
Annars er það að frétta af prófkjörsmálum, að 15 frambjóðendur ætla að taka þátt í prófkjörinu og ljóst er að það eru æsispennandi vikur framundan.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)