Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Meira um Kost

Fór aðeins að grennslast fyrir um "Great Value" vörurnar sem Kostur býður upp á.  Komst að því að þetta er "inhouse"  brand hjá Walmart.

Til eru um 1000 item hjá þessum framleiðanda.  Læt fylgja hérna hlekk, þar sem menn geta skoðað hvað er í boði þarna.   Það væri nú gaman að fá eitthvað af þessu hingað heim,  bæði til að sjá hvernig verðin yrðu og eins til að fá smá tilbreytingu í vöruúrvalið.

Ekki það, hollustustuðullinn er sjálfsagt ekki sá besti í þessum amerísku vörum.  En all the same,, fínt að fá fjölbreytnina.

Smellið hér til að skoða úrvalið af Great Value vörum

 

 


Fór í Kost í dag

Ég fór í kost í dag.  Ég skal alveg játa það að það var nú svolítið af forvitni, en ég þurfti nú hvort eð er að versla, þannig að því ekki að kíkja þarna við.

Búðin lítur ágætlega út,, en þó vantar enn nokkuð upp á vöruúrval.  Mikið af nýjum vörum þarna.  Tók stuðmannagleðihopp þegar ég sá þarna eftirlíkingu af "TRIX" og "Fruit loops".  Keypti sitthvorn kassann.  Þegar ég kom svo heim,, var morgunverðarskálin rifin fram og ég fékk mér eina skál af "TRIX".  Þvílík snilld,,  bara við það að opna pokann,, lyktin sem kom sendi mig 20 ár aftur í tímann á augabragði og bragðið var betra en ég þorði að vona.   Þetta verður morgunmaturinn næstu daga.  Gæti þó trúað að ég verði kominn með ógeð á þessu,, ja,, c.a. um næstu helgi.

 Ráðlegg öllum að kíkja í kost og dæma svo bara sjálf um það hvernig ykkur finnst þetta.


mbl.is Um 5000 lögðu leið sína í Kost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð þáttaka í prófkjörinu

Þáttakan í prófkjörinu var góð.  Mín útkoma var ekki góð.  Var ekki inni í 7 efstu.  Kannski ekki skrítið miðað við að öll mín "prófkjörsbarátta" fór fram rafrænt.  Enginn bæklingur var sendur í hús.  Engin "símamiðstöð" starfrækt, engin bjórkvöld eða annað þvíumlíkt.  

Þetta var hins vegar lærdómsríkt og eftir 4 ár þá veit ég betur hvernig þarf að standa að þessu.  

Ég óska þeim 7 efstu sem fengu sæti á listanum til hamingju,  þetta er að ég tel öflugur listi, með góðri blöndu af nýjum og gömlum einstaklingum.

Næsta markmið er að við bætum við okkur 6. manninum á nesinu í maí næstkomandi.


Ræðan frá því í gær

Hérna er myndband af ræðunni frá því á framboðsfundinum í gær.  Gæðin eru ekkert spes, enda tekið upp á gsm síma og þar af leiðandi eru hljóð og mynd ekki alveg í sync.   Engu að síður er þetta ágætt.


Hátæknisjúkrahús !!!!!!!!!!!

Varð að koma þessari mynd að.  Finnst hún segja meira en mörg orð.

hátæknisjúkrahús


Rjúpnaskyttur í skæra liti

Ég nú alveg tekið undir með Ólafi Helga að þetta væri sniðugt.  Nú tala ég bæði sem rjúpnaskytta og sem björgunarsveitarmaður.   Fyrir það fyrsta að þá hefur það engin áhrif á rjúpuna, hvernig klæðnaði skyttan er í.  Sjálfur hef ég oft gengið til rjúpna í rauðri úlpu og hef ekki fundið mun á því og þá daga sem ég geng í svartri úlpu.

Þetta er mikið öryggisatriði, skytturnar myndu sjá hver aðra betur,  auðveldara yrði að finna þær ef það þyrfti að leita og endurskin t.d. á gulum vestum myndi skipta mjög miklu máli, þegar leitað er í rökkri og þegar leitað er úr lofti.

 Ólafur Helgi,, þú hefur minn stuðning fyrir þessu,  vonandi nær þetta frama að ganga.


mbl.is Vill skytturnar í skæra liti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboðsfundur í kvöld, kl. 19:30

Í kvöld fer fram framboðsfundur í Valhúsaskóla.  Fundur hefst klukkan 19:30 og er reiknað með að honum verði lokið kl. 22:00.

Frambjóðendur verða með stutta framsögu og síðan verður opnað fyrir spurningar úr sal.

Ég hvet alla Seltirninga til að mæta og fylgjast með frambjóðendunum og sjá hvað þeir hafa fram að færa.

Haraldur í 3.- 5. sæti


Ný jarðgöng fyrir Vestan - verða veggjöld þar.

Í umræðu síðusta daga, hefur verið rætt um það hvort það eigi að leggja á veggjald / vegtolla á helstu leiðir inn og út úr Reykjavík.

Í sjálfu sér er það kannski ekki vitlaus hugmynd,  ef það verður til þess að flýta fyrir framkvæmdum.  Mér finnst þó jafnréttismál Reykvíkinga, að ef þeir þurfa að borga sérstaklega fyrir að keyra á vegunum, að þá verði aðrir að gera það líka.  Ný göng á vestfjörðum eru nú í frummati.  Þau verða gjaldfrjáls eins og öll önnur göng úti á landsbyggðinni.  Ég ferðast sjálfur mikið um landið og er því mjög hlynntur öllum vegabótum. En það verða allir að sitja við sama borð í þessu.


mbl.is Ný jarðgöng fyrir vestan í frummati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband