Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Prófkjörið á Seltjarnarnesi

Góður hópur sem tekur þátt í prófkjörinu.   Þverskurður af Seltirningur.  Vonandi ber öllum gæfa til að fara í prófkjörið af heilindum og drengskap.  Ég óska öllum þeim sem eru að taka þátt, góðs gengis.
mbl.is 15 í prófkjöri á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ennþá sumar á Nesinu

Það er varla að sjá, þegar ég lít út um gluggann í stofunni, að það sé að koma nóvember.  Hengibjörkin í garðinum, skartar enn grænum blöðum og grasið er eins og um miðjan júní.  Ég sem var að vona að það myndi nú snjóa duglega núna, svo hægt væri að fara að komast á skíði í byrjun desember.

 Annars er það að frétta af prófkjörsmálum, að 15 frambjóðendur ætla að taka þátt í prófkjörinu og ljóst er að það eru æsispennandi vikur framundan.


Lögreglan á meira skilið

Það ætla ég að vona að það fari að leysast kjaradeilu lögreglumanna og ríkis.  Ég starfaði sjálfur í lögreglunni um nokkura ára skeið í afleysingum.  Ég man það mjög vel hvað mér brá þegar ég fékk fyrsta launaseðilinn.  Skítalaun fyrir erfiða og mikla vinnu.    Lögreglan á miklu meira skilið.  Lögreglumenn á Íslandi eru að skila virkilega góðu starfi og ef það er einhver stétt sem á það skilið að vera á almennilegum launum, að þá eru það lögreglumenn. 

 


mbl.is Kjaradeila lögreglumanna og ríkis í járnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamarinn tók óvænta stefnu.

Ég hélt að ég væri alveg kominn með þetta í upphafi 3ja þáttar Hamarsins.  Þ.e.   búinn að finna út plottið og hver gerði þetta.   Svo fær maður þennan curveball þarna í lokin og þetta setur nú smá spennu fyrir lokaþáttinn.  Fínt sjónvarpsefni þarna á ferð, á annars steindauðu sunnudagskvöldi.  


Fréttatilkynningin komin af stað

Jæja,, þá er maður búinn að koma fréttatilkynningunni út.

 http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/10/16/vill_5_saetid_a_seltjarnarnesi/


mbl.is Vill 5. sætið á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig myndi þetta líta út í Danmörku

Icelandair ætlar að nefna allar vélarnar sínar eftir fjallanöfnum.  Ég gat nú ekki annað en hlegið upphátt af þeirri tilhugsun, ef SAS í Danmörku tæki upp sömu stefnu.  Nefna allar vélarnar eftir dönskum fjöllum.  

Listinn væri svona:

Himmelbjerget I,  Himmelbjerget II, Himmelbjerget III og svo framvegis.

 hehehheSmile


mbl.is Flugvélar Icelandair munu framvegis bera fjallanöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjárinn að fara að rukka

Jæja,, það hlaut að koma að því.  Skjárinn er að fara að rukka áskriftargjöld.  Það verður fróðlegt að sjá hversu margir koma til með að halda trúnaði við stöðina og kaupa sér stöðina.  Nú fyrst ríður á hjá þeim að sýna fram á almennilega dagskrá, svo þeir geti þá keppt að alvöru við hina áskriftarstöðina.

Ég veit ekki hvort mörg heimili á landinu í dag, hafi bolmagn til að eyða stórum fjármunum í það að kaupa sér áskriftir að sjónvarpi.

Kannski er það rangt mat hjá mér,, kannski er hellingur af fólki tilbúið að eyða 10 þúsund í stöð 2 og 2000 kalli í skjáinn ofan á þúsundkallana sem það kostar að hafa Rúv í hverjum mánuði.

Þetta á víst ábyggilega eftir að koma í ljós.   Vonandi gengur þetta allt upp hjá Skjánum,  það væri sjónarsviptir að sjá hann hverfa af markaðnum.


mbl.is SkjárEinn verður áskriftarstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísfirðingarnir fara sömu leið og Seltirningarnir

Gaman að heyra af því að Ísfirðingarnir ætli sömu leið og við Seltirningar, þ.e. að halda prófkjör.   Það er líka áhugavert að sjá að þeirra prófkjör fer fram í febrúar, en okkar prófkjör fer fram núna á miðju rjúpnaveiðitímabili,, þann 7. nóvember.

Það er gott að hafa tímann fyrir sér í þessu, hugsa að það skili sér í vandaðri stefnuskrá og málefnavinnu fyrir flokkinn fram að kosningunum sjálfum.


mbl.is Ísfirskir sjálfstæðismenn í prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur vel að safna undirskriftum

Ég byrjaði um síðustu helgi að safna tilskyldum fjölda undirskrifta svo að ég komist inn í prófkjörið hjá Sjálfstæðisflokknum á Nesinu.  Það hefur gengið vonum framar og ég er kominn með 26 nöfn á blað.  Ætla að ná mér í nokkur nöfn í viðbót núna í vikunni og skila svo listanum inn um næstu helgi.   Hvet alla sem geta, að taka þátt í prófkjörinu og hjálpa til við að móta framtíðina á Seltjarnarnesinu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband