Dan Brown: The Lost Symbol Það getur ekki verið auðvelt fyrir rithöfund að þurfa að fylgja eftir því fári sem var í kringum bækur eins og Da Vinci code og Angels & Demons. Dan Brown gerir þó heiðarlega tilraun til þess og er sögusviðið í nýjustu bók hans Washington DC. Sjálfur hef ég komið tvisvar til DC og fannst mér það hjálpa mér töluvert við lestur bókarinnar, því miklar tilvísanir voru í hin ýmsu kennileiti. Bókin fjallar á áhugaverðan hátt um Frímúrara og tengsl þeirra inn í daglegt líf. Bókin hélt mér vel við lesturinn og í lokin hafði ég nóg að hugsa um þegar ég lagðist á koddann. ****
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.