Ennþá sumar á Nesinu
21.10.2009 | 14:35
Það er varla að sjá, þegar ég lít út um gluggann í stofunni, að það sé að koma nóvember. Hengibjörkin í garðinum, skartar enn grænum blöðum og grasið er eins og um miðjan júní. Ég sem var að vona að það myndi nú snjóa duglega núna, svo hægt væri að fara að komast á skíði í byrjun desember.
Annars er það að frétta af prófkjörsmálum, að 15 frambjóðendur ætla að taka þátt í prófkjörinu og ljóst er að það eru æsispennandi vikur framundan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.