Lögreglan á meira skilið
19.10.2009 | 11:00
Það ætla ég að vona að það fari að leysast kjaradeilu lögreglumanna og ríkis. Ég starfaði sjálfur í lögreglunni um nokkura ára skeið í afleysingum. Ég man það mjög vel hvað mér brá þegar ég fékk fyrsta launaseðilinn. Skítalaun fyrir erfiða og mikla vinnu. Lögreglan á miklu meira skilið. Lögreglumenn á Íslandi eru að skila virkilega góðu starfi og ef það er einhver stétt sem á það skilið að vera á almennilegum launum, að þá eru það lögreglumenn.
Kjaradeila lögreglumanna og ríkis í járnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ein birtingarmynd frjálshyggjunnar. Ríkið má ekki veita samkeppni í neinu. Ekki í rekstri og ekki í launakjörum. Það er því normið að halda laununum á taxta, sem er krónunni yfir lögbroti.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2009 kl. 11:10
Á ekki bara að láta Litháana um löggæsluna? Mér sýnist allt ætla að þróast í þá átt. Ef verkalýðsfélög væru ekki orðin svona spillt, þá væri löngu búið að leiðretta þetta. Löggan á bara að segja stopp og í raun flestir opinberir starfsmenn.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.