Góð þáttaka í prófkjörinu
8.11.2009 | 20:45
Þáttakan í prófkjörinu var góð. Mín útkoma var ekki góð. Var ekki inni í 7 efstu. Kannski ekki skrítið miðað við að öll mín "prófkjörsbarátta" fór fram rafrænt. Enginn bæklingur var sendur í hús. Engin "símamiðstöð" starfrækt, engin bjórkvöld eða annað þvíumlíkt.
Þetta var hins vegar lærdómsríkt og eftir 4 ár þá veit ég betur hvernig þarf að standa að þessu.
Ég óska þeim 7 efstu sem fengu sæti á listanum til hamingju, þetta er að ég tel öflugur listi, með góðri blöndu af nýjum og gömlum einstaklingum.
Næsta markmið er að við bætum við okkur 6. manninum á nesinu í maí næstkomandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.