Rjúpnaskyttur í skæra liti
5.11.2009 | 09:24
Ég nú alveg tekið undir með Ólafi Helga að þetta væri sniðugt. Nú tala ég bæði sem rjúpnaskytta og sem björgunarsveitarmaður. Fyrir það fyrsta að þá hefur það engin áhrif á rjúpuna, hvernig klæðnaði skyttan er í. Sjálfur hef ég oft gengið til rjúpna í rauðri úlpu og hef ekki fundið mun á því og þá daga sem ég geng í svartri úlpu.
Þetta er mikið öryggisatriði, skytturnar myndu sjá hver aðra betur, auðveldara yrði að finna þær ef það þyrfti að leita og endurskin t.d. á gulum vestum myndi skipta mjög miklu máli, þegar leitað er í rökkri og þegar leitað er úr lofti.
Ólafur Helgi,, þú hefur minn stuðning fyrir þessu, vonandi nær þetta frama að ganga.
Vill skytturnar í skæra liti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.