Ný jarðgöng fyrir Vestan - verða veggjöld þar.

Í umræðu síðusta daga, hefur verið rætt um það hvort það eigi að leggja á veggjald / vegtolla á helstu leiðir inn og út úr Reykjavík.

Í sjálfu sér er það kannski ekki vitlaus hugmynd,  ef það verður til þess að flýta fyrir framkvæmdum.  Mér finnst þó jafnréttismál Reykvíkinga, að ef þeir þurfa að borga sérstaklega fyrir að keyra á vegunum, að þá verði aðrir að gera það líka.  Ný göng á vestfjörðum eru nú í frummati.  Þau verða gjaldfrjáls eins og öll önnur göng úti á landsbyggðinni.  Ég ferðast sjálfur mikið um landið og er því mjög hlynntur öllum vegabótum. En það verða allir að sitja við sama borð í þessu.


mbl.is Ný jarðgöng fyrir vestan í frummati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

en finnst þér ekki að allir ættu að sitja við sama borð í vegamálum almennt?

Ég bý á Suðurfjörðum Vestfjarða og sit sko ekki við sama ,,vega-borð" og aðrir Íslendingar í öðrum landshlutum, en borga örugglega ekki minni skatta en aðrir landsmenn til vegamála.

Vegatollar finnst mér óþolandi tilhugsun, nóg er brjálæðislegt bensín- og olíuverðið!

Varð að koma þessu að;-)

Rannveig Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Haraldur Eyvinds Þrastarson

Sæl, 

Jú ég er alveg sammála þér, það eiga allir að sitja við sama borð í vegamálum almennt.   Það þarf þó að taka mið af umferð, slysum, álagi og svo framvegis við forgangsröðun í þessu og mér finnst persónulega að Héðinsfjarðargöng, eða göng á milli Ísafjarðar og Bolungavíkur, séu ekki mikilvægar en t.a.m. tvöföldun Suðurlandsvegar.

Haraldur Eyvinds Þrastarson, 4.11.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband