Algjör stefnubreyting, nú á að nota peningana !

Það hefur verið málflutningur ríkisstjórnarinnar fram að þessu að lánið frá AGS, sé í raun bara til að hafa inni á banka,, til að eiga þessa peninga til að auka tiltrúnna á íslensku peningakerfi.  Það átti alls ekki að eyða þessum peningum og þar af leiðandi, myndi það kosta okkur lítið að fá þetta lán,, þ.e. bara vextina.  Höfuðstóllinn átti alltaf að sitja inni á banka og safna innlánsvöxtum.  

Búmmm,, lánið komið í hús og fyrsta setningin út úr fjármálaráðherranum er á þessa leið.  "lánið verður notað til að borga afborganir".

En það eru svo sem ekki ný vísindi , að þessir menn segji ekki allan sannleikann.

Kannski ætla þeir að beita útrásartaktíkinni á þetta,,  taka lánið,, eyða því, borga það ekki til baka og fá það að lokum niðurfellt,,,


mbl.is Nota forðann í afborganir lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hversu vitlaus hugmynd það er að "eiga þessa peninga í banka" til þess að "auka tiltrú erlendra fjárfesta" kemur best í ljós ef við skoðum hvernig dæmið liti út ef þetta væri einstaklingur. Ef þessi einstaklingur væri metinn gjaldþrota, en tækist þó að bæta eiginfjárstöðu sína til skamms tíma með enn stærri lántöku, hvaða áhrif myndi það hafa á greiðslumat viðkomandi? Það þarf engan viðskiptafræðing til að sjá hversu galin slík hugmynd er.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband