Ráðist á lögregluna
28.10.2009 | 14:49
Mikið er nú gott að sjá að það er loks farið að dæma menn fyrir þessi brot. Ég man eftir því, þessi 4 ár sem ég var í lögreglunni, að við lentum ítrekað í því að á okkur var ráðist. Mér er sérstaklega minnistætt eitt atvik, þar sem við þurftum að stöðva áflog sem voru í gangi í miðbæ Reykjavíkur. Ég tók þar einn mann taki og lá á honum á jörðinni, meðan það var verið að koma honum í járn. Á meðan á þessu stóð,, kom kærasta hans að og sparkaði af öllu afli ítrekað í höfuðið á mér. Sem betur fer hafði hún greinilega ekki æft knattspyrnu og fékk ég því litla áverka af þessu.
Þetta var árið 1999 að mig minnir. Þá var ekkert gert í þessum málum.
Þetta er sigur fyrir lögregluna og vonandi verða fleiri dómar sem falla í viðlíka málum og þessu.
Í fangelsi fyrir árás á lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér Haraldur enda löngu tímabært að fólk læri að bera virðingu fyrir hvert öðru. Leiðinlegt samt að fólk læri ekki að bera virðingu strax á unga aldri undir leiðsögn foreldra heldur þurfi dóm til benda á muninn á réttu og röngu.
Guðrún Margrét Þrastardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 15:23
Höfuðáverkar þínir hafa verið slæmir þar sem þú ert í prófkjöri fyrir sjálfstæðisFLokkinn.
Guðmundur Pétursson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 15:30
Thad á ad taka hart á svona málum.
Sporðdrekinn, 28.10.2009 kl. 15:57
Enn eitt dæmi um virðingarleysi. Guðmundur Pétursson, þú gætir átt yfir höfði þér ákæru fyrir meiðyrðamál. Gerir þú þér grein fyrir því? Þegar fólk segir frá alvarlegri líkamsárás sem það verður fyrir þá er ömurlegt og vanvirðandi fyrir alla aðila að skrifa slíkar athugasemdir sem þú gerir. Foreldrar þínir eru ekki stolt af þessu uppeldi sínu á þér, þ.e.a.s. ef þau hafa einhvern tíma séð hvernig þú kemur fram á netinu.
Hildur (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:00
Hildur, ég trúi að þetta hafi nú bara verið húmor hjá Guðmundi. Ég hló a.m.k. létt upphátt.
En að öðru leyti er ég alveg sammála bloggara, þetta er mikill sigur og fólk hugsar sig vonandi um áður en það veitist að lögreglunni framvegis.
Anderson, 28.10.2009 kl. 17:00
Hildur, greyið mitt. Þú virðist ekki vita hvað meiðyrði er ... þar fyrir utan ertu ekki hótinu skárri sjálf. Þú ert að draga blá saklaust fólk inn í umræðuna (foreldra Guðmundar). Það er lítil virðing í því hjá þér og þú ættir að skammast þín - götustelpa!
Jón Garðar (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.