Um hvað snýst prófkjörið ?

Um hvað kemur prófkjörið til með að snúast á Nesinu.  Ég tel að það sé alveg ljóst að stærsta málið á næsta kjörtímabili, verði það hvernig staðið verði að rekstri bæjarins.  

Eitt af mínum helstu baráttumálum verður eftirfarandi :

Lægstu mögulegu álögur á íbúa Seltjarnarness hverju sinni.

Frestun á framkvæmdum framar skattahækkunum.  Ég tel að við þurfum að gæta aðhalds í rekstri bæjarins og velja vel þær framkvæmdir sem þarf að fara í á næstu árum.  Það gæti jafnvel verið skynsamlegra að einblína frekar á viðhaldsframkvæmdir frekar en nýframkvæmdir á meðan að ástandið er eins og það er.

Ég ætla á næstu dögum að stikla á stóru yfir þau málefni sem ég kem til með að hafa í öndvegi í komandi kosningarbaráttu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband