Skjárinn að fara að rukka

Jæja,, það hlaut að koma að því.  Skjárinn er að fara að rukka áskriftargjöld.  Það verður fróðlegt að sjá hversu margir koma til með að halda trúnaði við stöðina og kaupa sér stöðina.  Nú fyrst ríður á hjá þeim að sýna fram á almennilega dagskrá, svo þeir geti þá keppt að alvöru við hina áskriftarstöðina.

Ég veit ekki hvort mörg heimili á landinu í dag, hafi bolmagn til að eyða stórum fjármunum í það að kaupa sér áskriftir að sjónvarpi.

Kannski er það rangt mat hjá mér,, kannski er hellingur af fólki tilbúið að eyða 10 þúsund í stöð 2 og 2000 kalli í skjáinn ofan á þúsundkallana sem það kostar að hafa Rúv í hverjum mánuði.

Þetta á víst ábyggilega eftir að koma í ljós.   Vonandi gengur þetta allt upp hjá Skjánum,  það væri sjónarsviptir að sjá hann hverfa af markaðnum.


mbl.is SkjárEinn verður áskriftarstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sverrisson

Ég a.m.k. verð að sjá að endursýningum fækki, kvikmyndaúrval batni og (ó)raunveruleikaþættir verði skornir niður og saltaðir í tunnu áður en ég kaupi áskrift.

Kjartan Sverrisson, 16.10.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband